Skip to Content

Ungmennaþing 2017

Prentvæn útgáfaPrentvæn útgáfa
7. Apríl 2017 - 10:14

Ungmennaþing var haldið í fyrsta skipti í Rangárþingi ytra á dögunum. Það var Ungmennaráð Rangárþings ytra sem heldur Ungmennaþingið. Ungmennaþing eru haldin til þess að gefa ungu fólki tækifæri til þess að koma sínum skoðunum á framfæri er varða málefni sveitarfélagsins.

Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra setti Ungmennaþingið. Á þessu fyrsta ungmennaþingi kom ungmennaráð Árborgar og kynnti sína starfsemi ásamt þeim árangri sem þau hafa náð. Einnig kom Edda Björgvinsdóttir og fjallaði um jákvæðni og húmor. Þinggestum var skipt niður í umræðuhópa þar sem miklar umræður áttu sér stað.

Næsta skref hjá Ungmennaráði er að vinna úr öllum þeim hugmyndum sem fram komu og fara með þær á fund sveitarstjórnar. Ungmenni eru ekki bara framtíðin heldur eru ungmenni til í dag m.a. fyrir ungmenni framtíðarinnar. Öll mál skipta ungmenni máli og ungmenni eiga að fá að hafa skoðun á öllum málum.

Deila þessu


Drupal vefsíða: Emstrur