Skip to Content

Skipulagsmál - auglýsingar/kynningar

Prentvæn útgáfaPrentvæn útgáfa
14. Mars 2017 - 13:19

Auglýsing um skipulagsmálí Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.

 

Helluvað 2 og Nes, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun

Stjórn Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps hefur óskað eftir að breytingar verði gerðar á afmörkun vatnsverndar norðan þéttbýlis á Hellu. Óskað er jafnframt eftir því að afmörkun verði uppfærð í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkti að gerðar yrðu nauðsynlegar breytingar á aðalskipulaginu. Jafnframt verður nýtt frístundasvæði skilgreint úr landi Helluvaðs.

Lýsinguna má nálgast hér.

Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 31. mars    

---------------

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Þjónustusvæði austan Gaddstaðavegar, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir ýmiskonar verslunar- og þjónustustarfsemi á u.þ.b. 7 ha svæði sunnan Suðurlandsvegar og austan Gaddstaðavegar á Hellu. Gert er ráð fyrir ýmiskonar þjónustu við ferðamenn sem og heimamenn. Þar á meðal eldsneytissölu, bílaþvottaplani, veitingasölu, bændamarkað, bíla- hjóla- og hestaleigu, hótelgistingu í smáhýsum (bungaló) og ýmiskonar verslun. Tillagan er hér endurauglýst vegna efnislegra breytinga sem gerðar hafa verið frá síðustu auglýsingu.

Tillöguna má nálgast hér og hér og hér.

 

Vöðlar, Rangárþingi ytra, deiliskipulag bújarðar

Deiliskipulagið tekur til um 50 ha svæðis. Um er að ræða svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi og mun það verða nýtt sem slíkt áfram. Gert er ráð fyrir tveimur byggingum á landinu, íbúðarhúsi á lóð B1 sem er um 2500 m2 og vélageymslu á lóð B2 sem er 1800 m2. Íbúðarhúsið verður staðsteypt og að hámarki 300 m2 en vélageymslan verður stálklætt stálgrindarhús, að hámarki 300 m2. Aðkoma að svæðinu er frá þjóðvegi 271, Árbæjarvegi.

Tillöguna má nálgast hér.

Ketilhúshagi lóð 47, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Deiliskipulagið tekur til um 5 ha svæðis úr landi Ketilhúshaga. Tillagan tekur til eflingar skógræktar auk þess að heimilt verður að byggja frístundahús, gestahús og geymslu / aðstöðuhús. Aðkoma að svæðinu er frá Rangárvallavegi (264). Tillagan er hér auglýst aftur vegna tímaákvæða laganna. 

Tillöguna má nálgast hér. 

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 27. apríl 2017.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Deila þessu


Drupal vefsíða: Emstrur