Skip to Content

 • Fréttabréf félags eldri borgara er komið út

  Fréttabréf félags eldri borgara frá 12. apríl til semtember 2012 er komið út.  Farið er vítt og breitt yfir starfsemi félagsins í ár og er þarf af nægu að taka.  Gaman er að sjá hvað félagsstarfið er öflugt hjá eldri borgurum.  Félagsstarf eldri borgara hefur sinn stað á síðunni undir málaflokknum "íþrótta- og tómstundamál".

 • Aðalfundur Umf. Heklu og áburðarsala

  Miðvikudagskvöldið 25.apríl. næstkomandi Kl:20.00 verður aðalfundur Umf. Heklu haldinn í Grunnskólanum á Hellu.  Einnig mun Umf. Hekla standa fyrir sölu á áburði um mánaðarmótin apríl/maí eins og síðustu ár.  Seldur verður áburður í 12 kg fötum og reynt verður að hafa svipað verð og í fyrra en það verður auglýst síðar.

 • Úrsögn úr embætti Skipulags-og byggingarfulltrúa Rangárþings bs.

  Á stjórnarfundi í embætti Skipulags-og byggingarfulltrúa Rangárþings bs., 2. apríl sl., var lögð fram tillaga þess efnis að Rangárþing ytra segði sig úr byggðasamlaginu.  Í framhaldinu var óskað var eftir viðræðum samstarfssveitarfélaganna til að vinna að lausn málsins. Bæði meiri- og minnihluti sveitarstjórnar Rangárþings ytra styður ákvörðunina.

 • Styrktartónleikar fyrir Menningarsalinn á Hellu

  Þau félög sem þar starfa og hafa aðstöðu í Menningarsalnum á Hellu munu á sumardaginn fyrsta kl.14:00 halda styrktartónleika fyrir salinn. Þar koma fram Samkór Rangæinga, Leikfélag Rangæinga, Harmonikufélag Rangæinga, Kvennakórinn Ljósbrá, Kirkjukór Odda- og Þykkvabæjarkirkna, Karlakór Rangæinga og Karlakórinn Þrestir.

ForsíðaDrupal vefsíða: Emstrur