-
Íþrótta og Tómstundanámskeið verður á vegum Umf. Heklu í 3 vikur í sumar, frá 4. – 22. Júní á virkum dögum frá kl. 8.00 til 12.00. Ef næg þátttaka verður, er möguleiki á að námskeiðið lengist um viku eða jafnvel vika í ágúst. Vinsamlegast látið vita af áhuga á lengingu námskeiðs við skráningu.
-
Íþróttafélagið Dímon, Íþróttafélagið Garpur og Ungmennafélagið Hekla ætla að standa saman að frjálsíþróttaæfingum á íþróttavellinum á Hellu í maí og júní í sumar. Æfingarnar verða á þriðjudögum kl: 17.00 – 18.30 og er fyrsta æfing þriðjudaginn 22 maí. Öllum er heimilt að mæta og taka þátt.
-
Mikill ruslgjörningur eða listaverk hefur verið sett upp á vegg í tengibyggingunni við Suðurlandsveg 1-3 á Hellu. Þessi gjörningur hefur vakið eftirtekt vegfarenda og umræða skapast í samfélaginu vegna þessa. Sumum finnst óþægilegt að sjá þetta, en til þess var leikurinn gerður.
-
Laugardaginn 12. maí verður leikskólinn Heklukot á Hellu með opið hús og foreldrafélagið með vorhátíð sína kl. 10:00-12:00. Á vorhátíðinni verður Grænfáninn afhentur ásamt öðrum dagskrárliðum. Allir hjartanlega velkomnir! Endilega komið og gerið ykkur glaðan dag með okkur!